haus
golfkl. mostriforsíðabilupplýsingarbilVíkurvöllurbilmyndasafnbilfréttirbilmótaskrá

forsíða

Völlur GMS, Víkurvöllur í Stykkishólmi, er nánast inni í bænum, rétt sunnan við tjaldsvæðið og Hótel Stykkishólm.

Tjald og golf

Náið samstarf hefur verið milli klúbbsins og tjaldsvæðisins og þjónar golfskálinn gestum tjaldsvæðisins að hluta, m.a. með hreinlætisaðstöðu og þvottavél og þurrkara sem eru við skálann.

Grill og golf

Það er ekki víða sem fólk getur sett upp tjaldvagninn og grillið, tekið fram golfkerruna og gengið út á völl. Leikið 9. holuna og um leið fylgst með hvort ekki sé allt í góðu standi á tjaldsvæðinu, og eftir að hafa fullvissað sig um það og bjargað parinu, sest niður á veröndinni á skálanum og notið veitinga og útsýnisins yfir völlinn og innanverðan Breiðafjörð.

Sund og golf

Í tveggja mínútna göngufæri er svo íþróttamiðstöð bæjarins með frábærum sundlaugum og annarri aðstöðu, og þarf ekki einu sinni að fara yfir götu til þess að komast að henni frá tjaldsvæðinu.

Eftir golf

Hótel Stykkishólmur stendur á hæðinni ofan við völlinn og tjaldstæðið og í gamla bænum við höfnina eru rómaðir veitingastaðir sem taka vel á móti kylfingum sem vilja heldur láta stjana við sig en hita upp grillið.

forsíða : upplýsingar : völlur : myndir : efst á síðu