haus
golfkl. mostriforsíðabilupplýsingarbilVíkurvöllurbilmyndasafnbilfréttirbilmótaskrá

3. flöt

3. flöt.
Fleiri myndir eru í myndasafninu

Víkurvöllur

Víkurvöllur

9 holur
Par 35
4864 m
Karlar: CR/Slope: 69,3/108
Konur: CR/Slope: 70,1/110

Víkurvöllur er kenndur við býlið Vík sem er sunnan við byggðina í Stykkishólmi. Aðkoma að vellinum er sú sama og að tjaldstæðinu þegar ekið er inn í bæinn. Sjá kort.

Landslagi í Stykkishólmi er þannig háttað að frá austri til vesturs liggja misjafnlega háir klettaásar en eftir þessum ásum og höfðum, og á milli þeirra, er byggðin.

Sama er að segja með hinar 9 holur Víkurvallar. Vallarstæðið er á og utan í tveimur ásum og sléttlendi á milli þeirra. Í miðju sléttlendinu, eða dalnum, er mikið votlendi sem fyrr á tímum var þurrkað upp að nokkru leyti og liggja brautirnar eftir ásunum, eða utan í þeim, og umhverfis votlendið.

Skálinn stendur þannig að sést yfir allan völlinn og er 1. teigur rétt sunnan við hann og leikið til suðvesturs niður í dalinn. Hringurinn byrjar á þægilegri par 4 holu og honum lýkur norðan megin við skálann á par 3 holu þar sem allt getur gerst.

Völlurinn, sem er teiknaður af Hannesi Þorsteinssyni, er par 35 (70) og frá upphafi hefur það verið markmið Mostramanna að Víkurvöllur verði góður og krefjandi völlur sem hentaði breiðum hópi kylfinga. Völlurinn er ekki langur (4864 m) en hann er engu að síður krefjandi og bolti utan brautar er oftast nær tapað högg.

Unnið hefur verið að framkvæmdum við völlinn eftir því sem efnin hafa leyft. Enn er eftir að vinna við 3 holur (5., 6. og 7.) auk tveggja flata og stefna Mostramenn að því að innan fárra ára verði völlurinn kominn í endanlegt horf.

forsíða : upplýsingar : völlur : myndir : efst á síðu